Mótmæla harðlega stefnu bæjaryfirvalda að „gjörbreyta bæjarmynd Akureyrar"

Tölvuteiknuð mynd af fyrirhugaðri byggingu á Oddeyrinni. Mynd/SS Byggir.
Tölvuteiknuð mynd af fyrirhugaðri byggingu á Oddeyrinni. Mynd/SS Byggir.

Um 1.700 einstaklingar hafa skráð sig í Facebook-hóp undir nafninu „Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri.“ Þar er fyrirhugðum háhýsabyggðum á Oddeyrinni mótmælt harðlega. Skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur lagt til að auglýstar verði breytingar á aðalskipulagi Akureyrar sem nær yfir nýtt íbúðasvæði á Oddeyri.

Á síðasta ári voru kynntar hugmyndir fyrir byggingu á allt að 11 hæða húsum á svæðinu. Þær hugmyndir voru mikið gagnrýndar og varð niðurstaða skipulagsráð að takmarka hæð þeirra við 25 metra yfir sjávarmáli sem þýðir að hámarki 7 hæða hús.

„Nú ætlar skipulagsráð að láta okkur mótmæla í þriðja skiptið og því verðum við bæjarbúar að láta þau vita hversu ósátt við erum við þessa miklu stefnubreytingu um að reisa háhýsi á Oddeyrinni og gjörbreyta þannig bæjarmynd Akureyrar. Nú telur skipulagsráðið sig hafa brugðist við athugasemdum frá fjölmörgum bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum með því að lækka háhýsin niður í 25 metra eða 7 hæðir. Það er enn langt frá því deiliskipulagi sem samþykkt var 2018 og heimilaði 3-4 hæða byggingar á umræddu svæði.  Skipulagsráð hunsar athugasemdir Minjastofnunar sem “leggst alfarið gegn hugmyndum að reist verði háhýsi, 6-11 hæðir, aftan við hin friðlýstu Gránufélagshús og í nágrenni við gamla og fíngerða byggð á Akureyri,“ segir m.a. á síðunni.

Þá er jafnfram gagnrýnt að ekki hafi fengið svör frá skipulagsráðinu vegna ýmissa athugasemda bæjarbúa. Fjölmargir hafa tjáð skoðanir sínar á hópnum og ljóst að margir hafa skoðun á væntanlegri háhýsum á svæðinu. 

Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri á morgun, þriðjudag verður tillaga að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar til umræðu. 


Athugasemdir

Nýjast