„Mjög sérstakt að hefja ferilinn með pabba"

Eftir að atvinnumannsferlinum í knattspyrnu lauk flutti Lárus Orri Sigurðsson ásamt fjölskyldu sinni heim til Akureyrar þar sem hann tók fljótlega við rekstri sundlaugarinnar á Þelamörk. Sundlaugina hefur hann hægt og bítandi gert upp undanfarin ár og þykir laugin ein sú fjölskylduvænasta á landinu. Lárus spilaði sem atvinnumaður í Englandi í tíu ár með Stoke City og West Bromwich Albion og á 42 landsleiki að baki. Hann sneri sér að þjálfun eftir að knattspyrnuferlinum lauk en hefur nú alfarið sagt skilið við boltann, alla vega í bili.

Vikudagur ræddi við Lárus um fótboltann, dvölina í Englandi, landsliðið og starfið á Þelamörk en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast