Helgi Teitur segir að það stefni í að kosningaþáttaka verði góð á Akureyri og jafnvel mjög góð. Það sé því ekki yfir neinu að kvarta, enda hafi allt gengið mjög vel á kjörstað í VMA. Um 940 utankjörfundaratkvæði höfðu borist kjörstjórn í morgun og átti Helgi Teitur ekki von á að þeim myndi fjölga nema um 100 það eftir lifir dags. Hann segir að farið verði að flokka atkvæði um kl. 18:00 en talning hefst svo um leið og kjörfundi lýkur kl. 22:00. Hann á von á fyrstu tölum frá Akureyri fljótlega upp úr kl. 22.00.