Missti tvær tennur þegar umdeild róla skall á hann

Körfurólur njóta vinsælda hjá börnum en þykja umdeildar. Mynd/Visir.is
Körfurólur njóta vinsælda hjá börnum en þykja umdeildar. Mynd/Visir.is

Drengur á grunnskólaaldri á Akureyri missti tvær tennur og slasaðist illa í munni þegar hann fékk svokallaða körfurólu í andlitið í sumar við Lundarskóla. Rólurnar hafa verið talsvert í umræðunni og þykja umdeildar, en nokkur börn hafa slasast undanfarin ár hér á landi eftir að leika sér í eða í kringum rólurnar. Körfurólurnar eru á mörgum leik- og grunnskólum Akureyrar og njóta töluverðra vinsælda meðal barna.

Móðir drengsins sem slasaðist í sumar vill láta fjarlægja rólurnar af leiksvæðum. Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri í Lundarskóla, segir í samtali við Vikudag að skólinn hafi tilkynnt Fasteignum Akureyrar um slysið.

Að sögn framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar er málið í skoðun en er þó ekki komið á það stig að fjarlægja körfurólurnar. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast