Misbrestur á að reglum bæjar- ráðs um magn yfirvinnu sé fylgt

Á fundi kjarasamninganefndar nýlega var fjallað um yfirvinnu starfsmanna Akureyrarbæjar á síðasta ári. Í bókun nefndarinnar kemur fram að verulegur misbrestur er á að reglum bæjarráðs um magn yfirvinnu sé fylgt hjá ákveðnum deildum.  

Kjarasamninganefnd samþykkti að fela starfsmannastjóra að boða deildarstjóra umræddra deilda ásamt forstöðumönnum stofnana sem um ræðir á fund kjarasamninganefndar til að fjalla um framkvæmd samþykkta Akureyrarbæjar um hámark yfirvinnu. Kjarasamninganefnd beinir því til bæjarráðs að skoða sérstaklega yfirvinnu hjá Hafnasamlagi Norðurlands. Í ljósi breyttra aðstæðna á vinnumarkaði er ástæða til að taka magn yfirvinnu og vinnufyrirkomulag á stofnunum til sérstakrar skoðunar. Kjarasamninganefnd hvetur til aukins aðhalds og eftirlits stjórnenda til að tryggja að stofnanir þeirra haldi sig innan setts ramma um hámark yfirvinnu, þetta er sérstaklega brýnt við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu, segir ennfremur í bókun nefndarinnar.

Nýjast