Millilandaflug í lok júní

Mynd/Auðunn Níelsson
Mynd/Auðunn Níelsson

Flugfélagið Greenland Express stefnir að því hefja millilandaflug um Akureyri þann 25. júní næstkomandi. Upphaflega stóð til að hefja flug þann 11. júní sl. en vegna utanaðkomandi aðstæðna hefur ýmislegt orðið til þess að fresta hefur þurft upphaflegri áætlun, er fram kemur í tilkynningu. Flogið verður á sunnudögum og miðvikudögum. Heimahöfn félagsins er í Álaborg og verður flogið þaðan til Kaupmannahafnar og áfram til Akureyrar. Flogið verður sömu leið til baka þannig að norðlendingum gefst tækifæri á tveimur áfangastöðum í Danmörku.

Félagið hefur yfir tveimur flugvélum að ráða og getur því tekið að sér leiguflug fyrir fyrirtæki, ferðaskrifstofur eða Starfsmannafélög, t.d. ef áhugi er fyrir fótboltaferð til Englands eða skíðaferð til Frakklands í vetur. Greenland Express bindur miklar vonir við Akureyri sem framtíðaráfangastað enda hafa viðbrögðin verið framar öllum vonum, segir í tilkynningu.

Bókanir eru á vefsíðunni http//:www.greenlandexpress.com

Nýjast