Millilandaflug enn á áætlun

Millilandaflug frá Akureyri gæti orðið að veruleika.
Millilandaflug frá Akureyri gæti orðið að veruleika.

„Ég ítreka það sem ég hef áður sagt að við erum að vinna á vegum Flugklasans Air66N að því að koma á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og munum halda því áfram af fullum krafti,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðstofu Norðurlands. Í frétt Vikudags á dögunum var sagt frá því að millilandaflug væri í pípunum frá Akureyri.

Lággjaldaflugfélög frá Þýskalandi, Bretlandi og Skandinavíu væru að kanna möguleika á millilandaflugi og svo gæti farið að flugferðir myndu hefjast strax næsta sumar.

Í framhaldi birtist frétt á vefnum túristi.is þar sem forsvarsmenn nokkurra evrópskra flugfélaga sögðust hins vegar ekki vera að kanna flug norður.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um málið og rætt við Arnheiði í prentútgáfu Vikudags

Nýjast