Mikilvægur leikur hjá kvenna- liði Þórs í körfubolta í dag

Kvennalið Þórs leikur afar þýðingarmikinn leik í 1. deildinni í körfubolta í íþróttahúsi Síðuskóla í dag, þegar lið Laugdæla kemur í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 15.30 og er aðgangur ókeypis. Með sigri tryggja Þórsstúlkur sér annað sætið í deildinni og um leið rétt til að heyja úrslitaeinvígi við Fjölni um sæti í Iceland Express deildinni.  

Ef hið gagnstæða gerðist hins vegar, ásamt því að Skallagrímur legði Stjörnuna í þeirra síðasta leik, þá væri sá draumur hins vegar úti. Þessi staða endurspeglar í raun hversu jafnt og spennandi mótið er búið að vera í vetur og er því ágætur lokapunktur á tímabilinu. Akureyringar eru því hvattir til að mæta og láta í sér heyra af hliðarlínunni enda von á töluverðri spennu og skemmtun.

Nýjast