Ef hið gagnstæða gerðist hins vegar, ásamt því að Skallagrímur legði Stjörnuna í þeirra síðasta leik, þá væri sá draumur hins vegar úti. Þessi staða endurspeglar í raun hversu jafnt og spennandi mótið er búið að vera í vetur og er því ágætur lokapunktur á tímabilinu. Akureyringar eru því hvattir til að mæta og láta í sér heyra af hliðarlínunni enda von á töluverðri spennu og skemmtun.