Mikill meirihluti á móti því að nota salt til hálkuvarna

Um 500 svör hafa borist í óformlegri könnun Vikudags, þar sem spurt er hvort nota eigi salt til hálkuvarna á ákveðnum svæðum á Akureyri. Mikill meirihluti þeirra sem hafa svarað könnuninni, eða 65%, eru á móti notkun salts til hálkuvarna á Akureyri.  

Um 32% svarenda eru fylgjandi notkun salts til hálkuvarna á ákveðnum svæðum á Akureyri en 3% svarenda hefur ekki skoðun á málinu. Enn er hægt að taka þátt í könnuninni, sem er að finna hér vinstra megin á vefsíðunni. Þau svæði sem salti er dreift á í dag eru tæp 7 % af heildargatnakerfi bæjarins miðað við lengd þess, en þessi svæði eru á gatnamótum og öðrum erfiðum stöðum í bænum og aðallega á strætisvagnaleiðum.

Nýjast