Mikill launamunur óþolandi ástand

Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar.
Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar.

Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar, segir að smiðir norðan heiða og raunar almennt á landsbyggðinni beri mun minna úr býtum en kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn starfi þó á launum undir töxtum, heldur tíðkist að yfirborga menn syðra og þá mun meira en gengur og gerist á landsbyggðinni. Hann segir algengt að muni 10 til 15% á launum iðnaðarmanna eftir því hvar þeir séu búsettir og betur sé borgað syðra.

Munurinn á milli smiða í Reykjavík og á Akureyri sé ennþá meiri. „Við gerðum könnun fyrir ári og þar kom fram bersýnilegur munur. Smiðir fá allt að 20% betur borgað fyrir sunnan. Þetta er of mikill munur og óþolandi ástand og er í raun ekki líðandi,“ segir Heimir. Nánar er rætt við Heimi og fjallað um stöðuna á byggingarmarkaðnum í prentútgáfu Vikudags.

 

Nýjast