Mikill hiti í göngunum háir gangnamönnum

Mynd/Valgeir Bergmann
Mynd/Valgeir Bergmann

Í skoðun er að setja upp nýtt loftræstikerfi í Vaðlaheiðargöngum til þess að minnka hitann og rakann og skapa betri vinnuaðstæður. Mikill hiti inni í göngunum vestanmegin hefur gert starfsmönnum erfitt um vik og hefur meðalhitinn undanfarna daga verið í kringum 31 gráðu. Auka þarf loftmagnið inn í göngunum og var loftræstisérfræðingur fenginn til þess að meta hvað þyrfti að gera með tilliti til núverandi aðstæðna. Skortur hefur verið á loftmagni hjá þeim  sem vinna innst inni í göngunum.

Athyglisvert er að bera saman loftræstikerfi í Norðfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum, en göngin eru sambærilegað stærð, þ.e.a.s lengd og þvermál. Við samanburðinn kemur í ljós að um helmingi öflugra loftræstikerfi er í Norðfjarðargöngum. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast