Mikil verslun með notaðan fatnað

Hjörleifur Hallgríms.
Hjörleifur Hallgríms.

Á síðasta ári opnaði við Nýbýlaveg í Kópavogi verslunin Tranport, sem selur notaðan fatnað og að sögn eiganda hefur orðið sprenging í sölu á notuð um fatnaði hér á landi á síðustu misserum og búið að ganga rosalega vel. Þarna er fólki boðið upp á aðstöðu til að selja notuð föt og að sögn er til fólk sem aldrei kaupir ný föt en leitar eftir notuðum ódýrum fatnaði.

Einnig til hér á Akureyri 

Hér í bæ er verslunin Aftur Nýtt, sem er til húsa í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á annari hæð og selur notuð föt og er rekin af athafnakonunni Dagnýju Fjólu, sem á tvær aðrar verslanir í húsinu, þ.e. Kerti og Spilog barnavöruverslunina Græni Unginn. Verslunin Aftur Nýtt er með í umboðssölu úrval af notuðum fatnaði, barnaföt, kvenfatnað og fatnað fyrir karlmenn og mikið að gera. Einnig er þarna til sölu ýmis heimilisvarningur, leirtau og fleira. 

Fyrirkomulagið er þannig að leigðir eru út básar undir hverskonar fatnað eina viku í senn á vægu verði, en svo er afgreiðslustúlka á staðnum til að þjóna viðskiptavinum og segir ágætt að gera eins og fyrr segir. Þannig að eigendur söluvarningsins þurfa ekki að vera á staðnum. Eftir skoðun undirritaðs er þarna um að ræða mikið af mjög eigulegum fatnaði sem fólk, einhverra hluta vegna, hefur þurft að losa sig við, t.d. að losa um í skápum og skúffum eða orðið of lítið á viðkomandi. Þarna er um verðugt framtak að ræða með opnun slíkrar verslunar. 

Segja má að verslunarmiðstöðin í Sunnuhlíð sé að eflast með fleiri góðum verslunum en að framan greinir, eins og t.d. kvenfataverslunin Rósin, brúðakjólaleiga Bylgju og hársnyrtistofa. Þá er sagt að stutt sé í að opnuð verði pólsk verslun með matvöru.

-Hjörleifur Hallgríms


Athugasemdir

Nýjast