Mikil umferð til Akureyrar

Lögreglumenn á Akureyri stöðvuðu fjölda ökumanna í skipulögðu eftirliti til að kanna  ástand og ökuréttindi ökumanna síðastliðna nótt en enginn reyndist undir áhrifum áfengis. Mikill umferð var til Akureyrar í gærkvöldi og nótt. Greinilegt var á þeim sem lögregla stöðvaði að fólk hugðist fara á skíði á Akureyri um páskana. Fjölskyldufólk var áberandi í þeim hópi.

Fjórir voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi og nótt. Sá sem hraðast ók var á 119 km/klst þar sem að hámarkshraði er 90 km/klst.Lögreglan á Akureyri þurfti að hafa afskipti af tveimur mönnum í nótt vegna þess að þeim hafði verið vísað út af skemmtistöðum á Akureyri vegna óláta. Mennirnir voru ósáttir með að hafa verið vísað út og létu vel í sér heyra en róuðu sig stuttu síðar.Tilkynnt var um innbrot í dráttarvél sem að var lagt við verkstæðisaðstöðu á Gleráreyrum í nótt. Brotin var rúða í dráttarvélinni og geislaspilari tekinn.Tilkynnt var um stórt grjót á Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes. Lögreglumenn fóru á staðinn og náðu að velta því af veginum.

 

Nýjast