Mikil spenna ríkti á Iceland Winter Games

Í gær fór fram freeski- og snjóbrettakeppni Iceland Winter Games í Hlíðarfjalli Akureyri og var þetta annað árið sem mótið var haldið. Keppnin í ár var í flokki Gull-Móta á AFP mótaröðinni og var þvi von á harðri keppni, enda margir af fremstu keppendum heims sem stefndu á þáttöku í ár og voru keppendur frá alls 7 löndum. Veðurhorfur fyrir helgina litu ekki vel út þegar æfingar hófust formlega á fimmtudaginn.

Mótstjórn og aðstandendur ákváðu því að fara yfir öll þau atriði sem snéru að keppninni og skilyrðum keppenda og var niðurstaðan sú að eina i stöðunni væri að flýta mótinu um einn dag eða fram á föstudag.

Keppendur voru mættir snemma á föstudagsmorgni upp í Hlíðarfjall til að hita upp fyrir keppnina. Æfingar gengu vel og var mikil spenna og eftirvænting hjá keppendum enda höfðu skipuleggjendur lagt mikla vinnu í að móta brautina og pallarnir eflaust þeir stærstu sem sést hafa á Íslandi.

Keppnin fór vel af stað og var bersýnilegt að komnir voru saman einstaklingar sem eru mjög framarlega í sínum flokki. Mikil spenna var í öllum flokkum framan af og óljóst hverjir myndu standa uppi sem sigurvegarar.

FREESKI

Í Freeski keppninn var það enginn annar en Siver Voll (19) sem stóð uppi sem sigurvegari í brekkustíl í flokki karla 16 ára og eldri. Siver Voll sem kemur frá Noregi vann Iceland Winter Games í fyrra þegar mótið var haldið í fyrsta sinn. Einnig er hann framarlega í sínum flokki í heimalandi sínu, en hann hefur sigrað Norwegian open slopestyle síðustu 3 ár. Í öðru sæti var Robby Franco (21) frá Bandaríkjunum og í þriðja sæti var Noah Wallace (23) frá Bandaríkjunum.

Karlar : Opin keppni í brekkustíl í flokki karla 16 ára og eldri

  1. Siver Voll (NO)
  2. Robby Franco (USA)
  3. Noah Wallace (USA)

Í byrjendaflokki 12-15 ára var það Myles B. Barret (13) sem tók gullið, en hann kom alla leiðina frá Bandaríkjunum ásamt félögum sínum úr skíðaskólanum Gold Academy. Í öðru og þriðja sæti voru það svo bræðurnir Gauti Guðmundsson (12) og Guðjón Guðmundsson (11), en þeir þykja mikið efni og verður því spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Byrjendur : Opin keppni í brekkustíl í flokki drengja 12-15 ára

  1. Myles B. Barrett (USA)
  2. Gauti Guðmundsson (IS)
  3. Guðjón Guðmundsson (IS)

SNJÓBRETTI

Í snjóbrettakeppninni í flokki karla 16 ára og eldir var það enginn annar en heimamaðurinn Einar Rafn Stefánsson (20) sem stóð uppi sigurvegari. Einar hefur verið við nám í snjóbrettaskóla í salem í Svíþjóð og er styrktur af 66°Norður og þykir gríðarlegt efni. Í öðru sæti var það svo Dagur Elí Guðnason (20) og í þriðja sæti varð Sölvi Valdimarsson.

Karlar : Opin keppni í snjóbrettaflokki karla 16 ára og eldri

  1. Einar Rafn Stefánsson (IS)
  2. Dagur Elí Guðnason (IS)
  3. Sölvi Valdimarson (IS)

Í byrjendaflokki 12- 15 ára var það Logi Meyer (13) sem tók gullið í ár. Í öðru sæti var Marinó Kristansson (15) og í þriðja sæti varð það heimamaðurinn Baldur Vilhelmsson (12)

Byrjendur : Opin keppni í brekkustíl í flokki drengja 12-15 ára

  1. Logi Meyer (IS)
  2. Marino Kristansson (IS)
  3. Baldur Vilhelmsson (IS)

Við viljum óska öllum þeim sem komu að skipulagningu mótsins, keppendum og styrktaraðilum kærlega fyrir aðkomu þeirra að mótinu og vonandi að við sjáum sem flesta að ári, segir í tilkynningu.

Nýjast