Mikil neyð hjá mörgum fjölskyldum"
Viðtöl við fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem óskar eftir mataraðstoð fyrir jólin hófst á mánudaginn var. Sigurveig Bergsteinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar á Akureyri, segist merkja aukningu í mataraðstoð fyrir jólin. Hún segir ennfremur að mikið hafi verið sótt til Mæðrastyrksnefndar allt árið. Miðað við okkar upplifun allt þetta ár er mikil neyð hjá mörgum fjölskyldum, segir Sigurveig. Hún segir að húsaleigumarkaðurinn sé að sliga fólk en flestir sem sæki um mataraðstoð séu á frjálsum leigumarkaði. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev