Mikið að gerast í brotajárninu

Það gengur mikið á í Krossanesi þessa dagana og þá ekki síst í kringum brotajárnsvinnsluna sem þar er starfrækt. Fyrr í dag kom ferjan Sæfari í Krossanes með mikið magn af brotajárni úr Hrísey, m.a. gamlan stóran bíl og krana. Starfsmenn Hringrásar hífðu brotajárnið í land og fluttu á athafnasvæði sitt í Krossanesi. Við aðra bryggju í Krossanesi er svo unnið af krafti við að rífa niður gamla Skagafjarðartogarann Hegranes. Íslenskir og sænskir aðilar hafa sett á fót fyrirtæki í Krossanesi, þeir kaupa m.a. gömul skip til niðurrifs og ætla svo að flytja brotajárnið út.

Nýjast