Miðbærinn iðaði af lífi

Það var frekar skuggalegt yfirbragð yfir börnum og starfsfólki leikskólans Iðavallar og margir klædd…
Það var frekar skuggalegt yfirbragð yfir börnum og starfsfólki leikskólans Iðavallar og margir klæddir eins og sjóræningjar.

Miðbær Akureyrar iðaði af lifi í dag, þegar nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins fjölmenntu þangað og stóðu fyrir dagskrá í tengslum við Uppskeruhátið skólanna. Börnin streymdu í miðbæinn úr öllum áttum, áamt starfsfólki skólanna og voru allir í hátíðarskapi. Boðið var upp á dans- og söngatriði, upplestur og fleira.  Hátíðin er skipulögð í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar og hafa nemendur og kennarar leik- og grunnskólanna lagt gríðarlega mikla vinnu í undirbúa dagskrána og listaverkin sem skreyta bæinn. Listaverk nemenda er að finna á hátt í tuttugu stöðum og má sem dæmi nefna að Leikskólinn Tröllaborgir sýnir á Bláu könnunni, Oddeyrarskóli í Flugstöðinni, Leikskólinn Sunnuból sýnir í Glerárkirkju og Glerárskóli sýnir í Lystigarðinum og á Icelandair Hotel.

Nýjast