Miðbærinn iðaði af lífi

Nemendur Oddeyrarskóla á sviðinu á Ráðhústorgi.
Nemendur Oddeyrarskóla á sviðinu á Ráðhústorgi.

Miðbær Akureyrar iðaði af lifi í dag, þegar nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins fjölmenntu þangað og stóðu fyrir dagskrá í tengslum við Uppskeruhátið skólanna. Börnin streymdu í miðbæinn úr öllum áttum, áamt starfsfólki skólanna og voru allir í hátíðarskapi. Boðið var upp á dans- og söngatriði, upplestur og fleira.  Hátíðin er skipulögð í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar og hafa nemendur og kennarar leik- og grunnskólanna lagt gríðarlega mikla vinnu í undirbúa dagskrána og listaverkin sem skreyta bæinn. Listaverk nemenda er að finna á hátt í tuttugu stöðum og má sem dæmi nefna að Leikskólinn Tröllaborgir sýnir á Bláu könnunni, Oddeyrarskóli í Flugstöðinni, Leikskólinn Sunnuból sýnir í Glerárkirkju og Glerárskóli sýnir í Lystigarðinum og á Icelandair Hotel.

Nýjast