Miðaldadagar á Gásum um helgina

Á Miðaldadögum gefst tækifæri til að upplifa fortíðina og verslunarstaðinn á blómatíma hans.
Á Miðaldadögum gefst tækifæri til að upplifa fortíðina og verslunarstaðinn á blómatíma hans.

Miðaldadagar verður haldnir á Gásum um helgina, þeir hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Árlega færist líf og fjör á þennan helsta verslunarstað miðalda þar  sem endurskapað er tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003. Í fyrstu voru þar 3 konur í einu tjaldi en í ár verða þar yfir 100 Gásverjar við leik og störf og búist er við um 2000 gestum.

Á Miðaldadögum gefst tækifæri til að upplifa fortíðina og verslunarstaðinn á blómatíma hans, hitta Gásverja, kynnast handverki og daglegum störfum jafnvel fá að prófa eitt og annað. Boðið er upp á leiðsagnir um fornleifasvæðið og tilgátusvæðið, sögulega stundir með Vandræðaskáldum.

Auk viðburðanna verða fjölmargir handverksmenn að störfum og tónlistarfólk glæðir svæðið lífi í takt við leikþætti og taktfastan slátt eldsmiða. Steinsmiður mætir á Gásir í fyrsta sinn sem mótar kléberg að fyrirmynd jarðfundinna gripa

Nýjast