Mezzoforte á Græna hattinum

Mezzoforte fagnar 40 ára afmæli.
Mezzoforte fagnar 40 ára afmæli.

Hljómsveitin Mezzoforte fagnar 40 ára afmæli sveitarinnar á Græna hattinum á morgun, föstudagskvöldið 18. maí. Sveitin mun spila mörg af sínum þekktustu lögum eins og Garden Party, Midnight sun & Rockall.

„Mikið tónleikahald er framundan hjá Mezzoforte á norðurlöndunum, Englandi og Ungverjalandi svo þetta er magnað tækifæri að sjá strákana í sínu besta formi á sviðinu á Hattinum,“ segir í tilkynningu.

Fram koma allir stofnmeðlimirnir fjórir; Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Friðrik Karlsson á gítar, Gulli Briem á trommur og bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson, ásamt sænska saxófónleikaranum Jonas Wall. Tónleikarnir hefjast kl.22.00.

Á laugardagskvöldið eru það Hjálmar sem stíga á stokk en tónleikarnir hefjast kl. 22.00.


Athugasemdir

Nýjast