Metfjöldi umsókna við HA

Háskólinn á Akureyri nýtur aukinna vinsælda.
Háskólinn á Akureyri nýtur aukinna vinsælda.

Sjö prósenta aukning er í nám við Háskólann á Akureyri fyrir haustönn 2014 samanborið við árið á undan. Þegar umsóknarfrestur rann út í gær höfðu 1082 umsóknir um skólavist borist og er þetta mesti fjöldi umsókna frá stofnun skólans. Mest er fjölgun umsókna um grunnnám í fjölmiðlafræði en aukningin er 82% á milli ára.

Einnig er aukning í sjávarútvegsfræði, líftækni, sálfræði, félagsvísindum, hjúkrunarfræði og í kennaradeild skólans.

Vaxandi áhugi er á þeim námsleiðum sem aðrir háskólar á Íslandi eru ekki að bjóða upp á, ásamt öðrum námsleiðum. Háskólinn á Akureyri útskrifar laugardaginn 14. júní yfir 300 nemendur og fer athöfnin nú fram í húsakynnum skólans og er það í fyrsta sinn sem það er gert.

 

 

Nýjast