16. september, 2009 - 14:16
Fréttir
Aldrei hafa fleiri gestir sótt Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit og nú í sumar en heildarfjöldinn var um 5.000 manns. Síðasta opnunarhelgi
sumarsins var um síðustu helgi og er safnið nú lagst í vetrardvala. Í vetur geta hópar þó fengið að skoða safnið í
samráði við forstöðumann.