Metaðsókn á Sæludaga í sveitinni

Sæludagar í sveitinni voru haldnir hátíðlegir í Arnarneshreppi í Eyjafirði sl. laugardag um verslunarmannahelgina. Axel Grettisson, oddviti Arnarneshrepps, segir hátíðina hafa heppnast gríðarlega vel, metaðsókn hafi verið í ár og góð þátttaka í flestum dagskrárliðum.

“Þetta gekk alveg rosalega vel, það hafa aldrei verið eins margir hjá okkur og núna um helgina og þetta gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að skjóta á að um kvöldið á Hjalteyri hafi verið á bilinu 300-350 manns á svæðinu, það hafa ekki verið svona margir hjá okkur síðustu ár,” segir Axel.

Nýjast