Hækkun á einföldu meðaltali fermetraverðs íbúðarhúsnæðis varð mest á Norðurlandi eystra milli áranna 2005 og 2006. Nam hækkunin 35,3% og er umtalsvert meiri en hjá þeim landshlutum sem næstir komu.
Sem fyrr segir var hækkunin 35,3% á Norðurlandi eystra, á Vesturlandi var hún 28,6%, á Reykjanesi 23,2%, á Austurlandi 16,1%, á Suðurlandi 14,7%, á Vestfjörðum 14,5%, á höfuðborgarsvæðinu 12,1% og á Norðurlandi vestra 8,6%. Tölurnar sem fengnar eru frá Fasteignamati ríkisins byggja á einföldu meðaltali fermetraverða íbúðarhúsnæðis.