Merki AMÍ 2007 kynnt

Í dag var kynnt merki AMÍ –Aldursflokkameistaramóts Íslands - sem Sundfélagið Óðinn á Akureyri heldur nú í lok mánaðarins. Eins og í fyrri skiptin sem Óðinn hefur haldið AMÍ er hönnuður merkisins Unnur A. Kristjánsdóttir, ritari félagsins og sundþjálfari.

Á AMÍ er keppt í þremur aldursflokkum: 11-12 ára, 13-14 og 15-17 ára. Þeir sem komið hafa að mótinu vita þvílík hátíð það er fyrir sundfólk og má e.t.v. líkja stemningunni við Andrésarleikana á skíðum. Mótið markar lok sundtímabilsins og keppast sundmenn við að ná þeim lágmörkum sem þarf til að öðlast þátttökurétt. Búist er við um 300 keppendum á mótið sem hefst 28. júní og lýkur 1. júlí.

Nýjast