„Menn skelltu hurðum og görguðu á mig"

Sigurður Guðmundsson er í ítarlegu og opinskáu viðtali í Vikudegi í dag. Mynd/Þröstur Ernir
Sigurður Guðmundsson er í ítarlegu og opinskáu viðtali í Vikudegi í dag. Mynd/Þröstur Ernir

Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður og fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri, hefur marga fjöruna sopið. Hann fæddist svo að segja inn í verslunarbransann, var umvafinn skuldum og átti varla fyrir mat þegar hóf hann rekstur á Viking Store fyrir fimmtán árum. Sigurður hefur látið til sín taka í pólitík, er óvæginn og oft gustar um hann þar sem hann fer. Hann segist hafa verið villingur sem unglingur og sé það að vissu leyti enn, þó uppátækjunum hafi fækkað með árunum. Hann stendur á ákveðnum krossgötum í lífinu en horfir björtum augum fram á veginn.

Vikudagur spjallaði við Sigurð um verslunina, pólitíkina og allt þar á milli en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

Nýjast