Flestir eru nemendurnir frá Póllandi, eða 27 talsins. Flestir þeir sem útskrifast þann 19. febrúar koma einnig frá Póllandi, eða 13 að tölu. Dr. Björn Gunnarsson rektor RES, segir að þessi fjöldi Pólverja helgist af því að þeir koma á svokölluðum EFTA styrk til skólans. "Styrkurinn er til tveggja ára, þ.e. 2009 og 2010 og hljóðar upp á það að við útskrifum samtals 40 Pólverja. Allt eru þetta verkfræðingar, eins og reyndar flestir okkar nemendur. Þeir hafa verkfræðigrunn, að lágmarki BS- gráðu, en margir eru annað hvort langt komnir með mastersgráðu eða jafnvel búnir með hana þegar þeir koma til okkar. Þeir eru því vel undirbúnir og allt eru þetta afburðanemendur."
Björn segir að þar sem þetta RES sé alþjóðlegur skóli, komi kennararnir víða að úr heiminum. "Á því námsári sem nú er að líða, höfum við verið með 65 kennara og 40 af þeim koma erlendis frá. Þeir 25 íslensku kennarar sem starfa við skólann eru jafnframt okkar helstu sérfræðingar á sviði orkumála hér innanlands. Erlendu aðilarnir eru sérfræðingar hver á sínu sviði og koma frá mjög þekktum tækniháskólum. Nemendur okkar eru því að fá kennslu frá öllum þessum sérfræðingum víða að úr heiminum, sem hafa stundað rannsóknir um langan tíma. Það er einstakt að nám sem aðeins stendur yfir í eitt ár, geti boðið upp á þannig kennslu."