L-listinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hefja að óbreyttu formlegar meirihlutaviðræður á Akureyri í fyrramálið. Frá þessu er greint á Vísir.is. Eins og staðan er núna í sveitarstjórnarkosningunum er L-listinn með þrjá menn kjörna, Samfylkingin tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn og fær þrjá menn kjörna samkvæmt nýjustu tölum, Björt framtíð einn bæjarfulltrúa og Vinstri grænir einn.
throstur@vikudagur.is