Meiri kjötsala fyrir hátíðarnar

„Kjötsalan var ívið meiri í ár en í fyrra," segir Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri hjá Kjarnafæði um kjötsölu fyrirtækisins um jól og áramót. Hann segir að einkum eigi það við um hefðbundinn jólamat, hangikjöt og hamborgarhrygg, „en það var líka mjög góð sala í krydduðum lærum," segir hann.  

„Þegar kemur að jólahaldinu, þá virðist sem svo að Íslendingar haldi í hefðirnar og velji sér mat sem fólki finnst hátíðlegur og öllum líkar. Við tökum líka eftir því að þrátt fyrir kreppuástand, þá vill fólk gera vel við sig og sína um hátíðina í mat og velur sér gæðakjöt, fremur en að rýna bara í verðið."

Nýjast