Meintur barnaníðingur áfram í varðhaldi

Fangelsið á Akureyri.
Fangelsið á Akureyri.

Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur átta ára drengjum á Akureyri hefur verið framlengt til 14. desember eða þar til dómur gengur í málinu. Að sögn lögreglunnar á Akueyri er maðurinn einnig grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertri konu fyrr á þessu ári. Bæði brotin áttu sér stað á Akureyri. Í gæslu­v­arðhaldsúr­sk­urði héraðsdóms gagnvart brotunum gegn drengjunum tveimur kemur fram að sterk­ur grun­ur sé uppi um að maður­inn hafi með hót­un fengið dreng­ina inn í íbúð sína þar sem hann hafi haft þá á sínu valdi um stund um miðjan ágúst. Ákærði er rúmlega þrítugur og er grunaður um gróf kynferðisbrot sem geta varðað allt að tíu ára fangelsi.

-þev

Nýjast