"Hagsmunir sveitarfélagsins okkar liggja fyrst og fremst í því að með sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu styrkjum við byggðina og aukum líkur á að byggðakjarnarnir vaxi og dafni. Sameining Akureyrar og Grímseyjar er að sönnu aðeins lítið skref í þessa átt en þegar færi gefast til þess að taka lítil skref í rétta átt þá eigum við að nýta þau," segir Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs Akureyrar.
Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að meginhlutverk sveitarfélaga sé að veita íbúum sínum þá
þjónustu sem lög kveðja á um og sem talin eru æskileg af stjórnendum sveitarfélagsins. "Lítil sveitarfélög búa við
þann vanda að óeðlilega stór hluti af skatttekjum fer í yfirbyggingu og þess vegna verður erfiðara að láta enda ná saman í
rekstri þeirra. Eftir sameininguna verður hægt að nýta þessa fjármuni að fullu í þjónustu við íbúanna.
Síðan má ekki gleyma því að Grímsey er einstök fyrir margra hluta sakir og með sameiningunni skapast tækifæri í
ferðaþjónustu sem ég hef fulla trú á að íbúar nýja sveitarfélagsins nýti sér. Ég skora á
íbúa Akureyrar að kynna sér málið vel og á ekki von á öðru en að sameiningin verði samþykkt."
Þá sagði Hermann Jón að sameining Hríseyjar og Akureyrar hafi tekist vel, um það séu flestir sammála.