Með pungapróf í læknisfræði á Sjúkrahúsinu á Húsavík?

Diddi Hall: Svæfingalæknir með pungapróf. Mynd: JS
Diddi Hall: Svæfingalæknir með pungapróf. Mynd: JS

Á fundi í bæjarstjórn Húsavíkur var til umræðu menntun vélstjóra og skipstjórnarmanna. Kristján Ásgeirsson flutti sagnfræðilega tölu um efnið og vék þar að pungaprófinu góða. Sagði að þess gætti víðar en margir hyggðu og m.a. dæmi um að á Sjúkrahúsinu á Húsavík hefðu starfað menn með pungapróf í læknisfræði.

Þetta kom flatt upp á viðstadda. Var Kiddi virkilega að efast um menntun og hæfileika doktoranna Gísla, Ingimars og Jóns?

Svo var reyndar ekki. Kristján var þarna að vísa til Sigurðar Hallmarssonar, þess fjölhæfa snillings, sem á árum áður þegar hann var sjúkrahúsráðsmaður,  hafði aðstoðað héraðslækninn  Daníel Daníelsson  við svæfingar á sjúklingum og var því gjarnan talað um að Sigurður væri „Svæfingalæknir með pungapróf.“ JS


Athugasemdir

Nýjast