Halldór Logi Valsson, 18 ára Akureyringur, hefur þrátt fyrir ungan aldur getið sér gott orð í brasilísku jiu-jitsu. Hann keppti á tveimur stórmótum í Bretlandi fyrr á þessu ári og sigraði í bæði skiptin í sínum flokki. Auk þess á hann einn MMA bardaga að baki og stefnir á annan bardaga í þeirri grein í Danmörku í sumar. Þá eru þrjú stórmót í jiu-jitsu framundan erlendis hjá Halldóri í vor og fer nánast allur hans tími í undirbúning fyrir þau. Halldór æfir hjá bardagaklúbbnum Fenri á Akureyri en gaf sér tíma í spjall við Vikudag á milli æfinga.
Brasilískt jiu-jitsu er mjög líkt júdó og er glíma á milli tveggja einstaklinga. Við erum ýmist í stuttermabol eða galla. En það eru engin högg eða spörk, heldur snýst þetta um uppgjafatök og alls kyns fangbrögð. Það getur komið fyrir að menn fái óvart hnéð í andlitið og blóðgist við það en þetta er alls ekki hættulegt sport, segir Halldór, þegar hann er beðinn um að lýsa íþróttinni.
Nánar er rætt við Halldór í prentútgáfu Vikudags.