Marsmót UFA haldið í Boganum um helgina

Marsmót UFA í frjálsum íþróttum verður haldið í Boganum næstkomandi laugardag, þann 20. mars, og er mótið öllum opið. Keppnisgjald er 1000 krónur óháð fjölda greina sem keppt er í og fá allir keppendur þátttökuverðlaun.

Í flokki 10 ára og yngri verður keppt í þrautabraut, í flokki 11- 14 ára verður keppt í þríþraut (langstökk, kúluvarp og 60 m spretthlaup) og 60 m grindahlaupi. Í flokki 15 ára og eldri verður keppt í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og langstökki. Keppni í flokki 10 ára yngri hefst kl. 14:00 en kl. 15:00 hjá eldri hópunum.

Nýjast