Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, fimmtudag, með heilli umferð. Þór/KA hefur leik gegn Grindavík á útivelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Þór/KA náði sínum besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið hafnaði í þriðja sæti deildarinnar. Liðinu er spáð þriðja sætinu í ár en þjálfari Þórs/KA, Dragan Kristinn Stojanovic, telur liðið geta náð lengra.
"Okkar markmið er að gera betur í sumar en í fyrra og ég tel okkur vera með nægilega sterkt lið til þess að berjast um efstu tvö sætin," segir Dragan í samtali við Vikudag.
Nánar er rætt við Dragan Stojanovic í Vikudegi í dag.