Formaður félagsins er Skúli Gautason en auk hans sitja í stjórn Hallur Heimisson, Bjarni Bjarnason, Hjalti Jóhannesson og Hreiðar Þór Valtýsson. Það var þétt setinn bekkurinn í Húna á stofnfundinum og um 50 manns skráðu sig sem stofnfélaga. Þar voru samankomnir menn og konur úr ýmsum kimum samfélagsins að sögn Skúla. „Öll áttu þau það sameiginlegt að hafa áhuga á strandmenningu í einhverri mynd. Þetta fólk hefur ýmis áhugamál enda er býsna margt sem fellur undir hugtakið strandmenningu," segir Skúli. Fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar verður því að skapa samskiptavettvang fyrir félagsmenn.