María þrefaldur unglingameistari á UMÍ

Skíðakonan María Guðmundsdóttir, SKA, varð þrefaldur unglingameistari í flokki 15-16 ára á Unglingameistaramóti Íslands á skíðum sem haldið var á Siglufirði um helgina. María sigraði í stórsvigi, svigi og alpatvíkeppni.

 

Fleiri keppendur frá SKA voru að gera góða hluti á mótinu. Auður Brynja Sölvadóttir varð unglingameistari í svigi í flokki 13- 14 ára, Ragnar G. Sigurgeirsson sigraði í skíðagöngu með frjálsri aðferð í flokki 13- 14 ára og Róbert Ingi Tómasson sigraði í alpagreinum í flokki 15- 16 ára.

 

Nýjast