Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, sendir frá sér ljósmyndabókina Gljúfrabúar og giljadísir um mánaðarmótin og fjallar bókin um eyfirska fossa. Bókin, sem gefin er út af Bókaútgáfunni Hólum, hefur verið í smíðum í langan tíma en hugmyndina fékk Svavar þegar hann varð fimmtugur fyrir tíu árum síðan.
Í nýjasta tölublaði Vikudags er rætt við Svavar Alfreð um bókina. Smelltu hér til þess að gerast áskrifandi.