Man tölur, dagsetningar og ártöl

Arnþór Ólafsson er heldur betur talnaglöggur/mynd þröstur ernir
Arnþór Ólafsson er heldur betur talnaglöggur/mynd þröstur ernir

„Ég hef alltaf haft gaman af tölum og þessi hæfileiki hefur nýst mér ágætlega, bæði í skóla og við störf. Þegar ég var 13 ára fór ég að pæla í vikudögunum, hvernig þeir röðuðust niður og hvernig það endurtók sig á 5-6 ára fresti. Ég er mikið spurður um t.d. afmælisdaga, ártöl og hvaða dag hitt og þetta gerðist. Ég man alla afmælisdaga og hvað gerðist markvert á hverjum mánaðardegi, hvort sem það er sögulegur viðburður eða eitthvað sem tengist mínu persónulega lífi,“ segir Arnþór Ólafsson, 42 ára Hörgdælingur.

-Mér skilst einnig að þú getir innan 5 sekúndna sagt til um hvaða vikudag fólk fæddist ef þú færð kennitöluna. Ég er fæddur þann 29. desember árið 1982. Getur þú sagt mér hvaða dagur það var?

„Já, þú ert fæddur á miðvikudegi,“ svaraði Arnþór eftir um þrjár sekúndur.  Arnþór  vinnur hálfan daginn í Arion banka á Akureyri og segist kunna vel við sig í bankanum. „Ég er í draumastarfinu, umkringdur tölum.“

Nánar er rætt við Arnþór í prentútgáfu Vikudags


throstur@vikudagur.is

Nýjast