Fjórða umferð Íslandsmótsins í krullu fór fram í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld með fjórum leikjum. Mammútar er enn taplausir en liðið hafði betur gegn Riddurunum,6:4. Garpar lögðu Skytturnar af velli 5:4, Svarta gengið vann Víkinga 7:3 og Fífurnar lögðu Üllevål af velli 6:3.
Mammútar eru efstir með fjóra sigra, Skytturnar hafa unnið þrjá leiki en þar á eftir koma Svarta Gengið, Riddarar og Garpar með tvo sigra og síðan Víkingar, Üllevål og Fífurnar með einn sigur.
Fimmta umferð Íslandsmótsins fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld, þann 10. febrúar, og eigast þá við:
Braut 1: Víkingar - Mammútar
Braut 2: Üllevål - Svarta gengið
Braut 4: Riddarar - Garpar
Braut 5: Skytturnar - Fífurnar