Máli vegna meintra brota á áfengislögum vísað til lögreglu

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrar hefur fjallað um áfengisauglýsingar á almannafæri á fundum sínum frá því í haust. Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni LEX f.h. Vífilfells hf. þar sem gerð er athugasemd við það mat ráðsins að skilti við hús fyrirtækisins brjóti í bága við áfengislög. Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti samhljóða að vísa málinu til lögregluyfirvalda.  

Samfélags- og mannréttindaráð hóf fund sinn október sl. á skoðunarferð um bæinn þar sem skoðaðar voru áfengisauglýsingar sem birtast á almannafæri. Ráðið samþykkti að fela forvarnafulltrúa að senda bréf til rekstraraðila þeirra fyrirtækja sem auglýsa áfengi á almannafæri þar sem vakin er athygli á ákvæðum áfengislaga nr. 75/1998 um bann við áfengisauglýsingum.

Á fundi í desember sl. var farið yfir innkomin svör rekstraraðila þeirra fyrirtækja sem ráðið sendi bréf vegna áfengisauglýsinga á almannafæri. Á fundi samfélags- og mannréttindaráð í janúar kom fram í bókun að ráðið geri þá kröfu til veitingahúsa og annarra fyrirtækja að þau fari að lögum hvað varðar birtingu auglýsinga og fól starfsmönnum sínum að fylgja málinu eftir.

Nýjast