Mál Akureyrarbæ gegn Snorra Óskarssyni, kenndan við Betel, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Snorra var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri árið 2012 vegna bloggskrifa, þar sem samkynhneigð var fordæmd. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði á sínum tíma að ákvörðun Akureyrarbæjar að segja Snorra upp hafi verið ólögmæt og sömuleiðis áminning sem hann fékk frá bænum.
Akureyrarbær unir ekki þeirri niðurstöðu og telur að það hafi verið rétt að víkja Snorra frá störfum. Búið er að birta Snorra stefnu þar sem Akureyrarbær fer fram á ógildingu úrskurðar Innanríkisráðuneytsins.