Veðurklúbburinn á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvk sendi í dag frá sér veðurspá fyrir maí.
Mánuðurinn kemur til með að verða þokkalegur eins og þeir dagar sem liðnir eru af mánuðinum bera með sér. Þó getur hiti orðið eitthvað breytilegur, annars má reikna með áframhaldandi góðu og björtu veðri. Tunglið sem er ríkjandi fyrir þennan mánuð kviknaði 29. apríl í austri, en nýtt tungl kviknar 28. maí í vestri kl. 18:40. Geymt er að draga ályktanir af þessari tunglkomu þar til spáin fyrir júní verður birt, segir í tilkynningu frá klúbbnum, en tekið er fram að klúbbmeðlimir séu bjartsýnir á sumarið.