Mæta nemendur klukkan níu í Lundarskóla?

Lundarskóli á Akureyri.
Lundarskóli á Akureyri.

Stjórnendur í Lundarskóla á Akureyri velta þeim möguleika fyrir sér næsta skólaár að nemendur í 9. og 10. bekk hefji skólastarf kl. 9:00 í staðinn fyrir kl. 8:15. Í bréfi sem skólinn hefur sent foreldrum nemenda í áttunda og níunda bekk segir að niðurstöður rannsókna bendi til margra kosta þess að unglingar fái að vakna seinna og ýmislegt gefi til kynna að það hafi jákvæð áhrif á heilsu þeirra eða námsárangur.

Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri í Lundarskóla, segir í samtali við Vikudag að byrjað verði á því að kanna hug foreldra. Verði góður meirihluti foreldra sem styður tillöguna verður hún að veruleika næsta haust.

-þev

Nýjast