Norðurþing vill vekja athygli að vegna þróunar mála er snúa að heimsfaraldri kórónuveirunnar mun Norðurþing ekki standa fyrir formlegum hátíðarhöldum vegna Mærudaga sumarið 2020.
Ekki verður boðið upp á formlega dagskrá í nafni hátíðarinnar, en íbúar allir engu að síður hvattir til að skreyta bæinn og gera sér glaðan dag með fjölskyldu og vinum á svæðinu helgina 25.-26. júlí, segir á vef Norðurþings.