Mærudagar með svipuðu sniði í ár

Mærudagar á Húsavík verða haldnir með svipuðu sniði í ár og verið hefur.
Mærudagar á Húsavík verða haldnir með svipuðu sniði í ár og verið hefur.

Fjölskylduráð Norðurþings tók til umfjöllunar íbúafund um Mærudaga á Húsavík á fundi sínum í vikunni og framtíð þeirra sem fór fram þann 28. febrúar

Tekin var ákvörðun um að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að semja við Fjölumboð ehf., sem hefur séð um framkvæmd hátíðarinnar undanfarin ár, um að skipuleggja Mærudaga 2023.

„Í ljósi niðurstaðna íbúakönnunar, íbúafundar og samráðs við hagaðila verða Mærudagar haldnir á sama tíma og verið hefur. Dagarnir verða með svipuðu sniði og lögð verður meiri áhersla á þátttöku heimafólks. Vilji er til þess að hátíðin færist nær uppruna sínum með tímanum,“ segir í bókun ráðsins.

Fjölskylduráð vísaði málinu til afgreiðslu í stjórn hafnasjóðs með tilliti til rafmagns á hafnarsvæðinu vegna sviðs, tívólís og veitingasölu og fráveitumála vegna salernisaðstöðu. Ráðið óskaði eftir því að stjórn hafnasjóðs tryggi að innviðir verði til staðar vegna hátíðahaldanna.

 


Athugasemdir

Nýjast