27. febrúar, 2007 - 10:32
Fréttir
Karlmaður var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir vinnuslys sem varð í bænum á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð í Einingaverksmiðjunni Borg og var maðurinn þar að vinna í stiga er hann féll niður á gólf. Samkvæmt lögreglunni rétt í þessu eru lögreglumenn enn á vettvangi og engar fregnir hafa borist af líðan mannsins.