Á þeim tíma verður óformleg dagskrá í Kvosinni á Hólum og nálægum kennslustofum en meðal þess sem má sjá er: Kynning á nýju námskránni í MA, kynning á námsbrautum í skólanum, kynning á Íslandsáfanganum, nýjung í skólastarfinu sem hefur gefist afar vel og kynning á ferðamálakjörsviði.
Auk þess verða ýmsar uppákomur:
* Stæðfræðiþrautir í umsjá kennara 1. bekkjar, með skemmtilegum verðlaunum
* Spurningaþrautir Gettu betur-liðsins, líka með verðlaunum
* Tækjasýning nemenda á eðlisfræðibraut
* Sýning á atriðum úr splunkunýjum söngleik Leikfélags MA
* Tónlistaratriði nemenda.
* Heimavistin verður opin þeim sem vilja kynna sér hana
Kennarar í skólanum, námsráðgjafar og stjórnendur verða til skrafs og ráðagerða.