Lýsir yfir stuðningi við samruna Norðlenska og Kjarnafæðis

Starfsemi Kjarnafæðis fer fram á Svalbarðsströnd.
Starfsemi Kjarnafæðis fer fram á Svalbarðsströnd.

Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir stuðningi við samruna Norðlenska og Kjarnafæðis. Í bókun bæjarráðs segir að starfsemi fyrirtækjanna sé afar mikilvæg bæði hvað varðar vinnumarkað sem og þjónustu við öflugan landbúnað á svæðinu. Bæjarstjóra hefur verið falið að senda inn umsögn vegna samrunans.

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum þeirra sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna fyrirhugaðs samruna Norðlenska og Kjarnafæðis. Eigendur Kjarnafæðis og Norðlenska komust í sumar að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna.

Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi. Með samruna félaganna eru eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri.


Athugasemdir

Nýjast