26. janúar, 2009 - 09:00
Fréttir
Lýsing hf. lokaði starfsstöð sinni á Akureyri um miðjan desember sl. og var þremur starfsmönnum, í tveimur hálfu stöðugildi, sagt upp
störfum. Lýsing opnaði starfsstöð í Glerárgötu vorið 2006. Arnar Snær Kárason framkvæmdastjóri útlánasviðs
Lýsingar segir að ástæðan fyrir lokun útibúsins á Akureyri sé samdráttur í rekstri félagsins.
Hann segir að ekki sé mikið um útlán um þessar mundir en þess í stað sé unnið að málum sem tengjast þeim aðilum
sem eru í viðskiptum við félagið. Aðalstarfsemi Lýsingar hefur frá upphafi verið á sviði eignaleigu og fyrirtækið
fjármagnar atvinnutæki, atvinnuhúsnæði og bifreiðar fyrir fyrirtæki og einstaklinga.